Fréttir / 2015

24. nóvember 2015

Nýr framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Genís

Dr. Lilja Kjalarsdóttir tók nýverið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs líftæknifyrirtækisins Genís HF af Dr. Jóhannesi Gíslasyni. Líftæknifyrirtækið Genís er í stórsókn og hefur að undanförnu bætt við starfsfólki á flestum sviðum og stefnir á að koma tveimur nýjum vörum, Benecta og Benecta Sport, á fæðubótaefnamarkaðinn í janúar 2016. Bæði efnin eru uppbyggð af sérvalinni blöndu af kítínfásykrum en Benecta er ætlað 50+ ára fólki sem vill aukin lífsgæði og meira þrek en Benecta Sport er ætlað fyrir fólk sem vill auka úthaldsárangur í líkamsrækt.

›› Meira

23. nóvember 2015

Ný stjórn Ungra frumkvöðla - Junior Achievement á Íslandi

Á dögunum var skipuð ný stjórn Ungra frumkvöðla - Junior Achievement á Íslandi. Nýja stórn skipa Mennta- og menningarmálaráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ásamt forstjórum Arion banka, Eimskipa, Landsvirkjunar, Samtaka atvinnulífsins og Sjávarklasans auk rektors Háskólans í Reykjavík.

›› Meira

20. nóvember 2015

Samstarf við Íshúsið undirritað

Formlegt samstarf milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Íshúss Hafnarfjarðar var undirritað í dag. Undirritaður var samningur sem felur í sér ýmis atriði varðandi stuðning og uppbyggingu þeirra frumkvöðlafyrirtækja sem eru til húsa í Íshúsinu en þar er fjölbreytt flóra frumkvöðla og fyrirtækja á sviði skapandi greina.

›› Meira

17. nóvember 2015

Nýsköpunarmiðstöð Íslands skrifaði undir yfirlýsingu um loftlagsmál

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, skrifaði undir yfirlýsingu um loftlagsmál ásamt for­svars­mönnum 103 fyr­ir­tækja og stofn­ana sem komu saman í Höfða í gær. Með undirskriftinni hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öllum þessum fyrirtækjum og stofnunum skuldbundið sig til aðgerða til að draga úr los­un gróður­úsaloft­teg­unda.

›› Meira

13. nóvember 2015

Námstyrkir bandaríska sendiráðsins í Fab Academy (1)

Fab Academy er alþjóðlegt nám um stafræna hönnun, þróun og framleiðslutækni sem leitt er áfram af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT háskólanum í Boston .  Námið er staðbundið í Fab Lab smiðjum víðsvegar um heiminn og verður í boði hér á Íslandi við þær Fab Lab smiðjur sem starfræktar eru á landinu ( í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Sauðárkróki og Fjarðabyggð og svo bætist Höfn í Hornafirði við árið 2016).

›› Meira

12. nóvember 2015

Butler eykur öryggi sjálfstæðrar búsetu aldraðra

Nýsköpunarverkefnið Butler, kerfi sem hjálpar eldra fólki og fötluðum að búa lengur sjálfstætt við meira öryggi, er eitt af þremur íslenskum verkefnum sem voru valin til að taka þátt í keppninni The Nordic Independent Living Challenge, sem Nordic Innovation heldur.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu