Fréttir / 2015

08. apríl 2015

Frumkvöðlamessa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framhaldsskólanna

Dagana 10. og 11. apríl verður hópur ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna og selja vörur sínar. Þetta eru 42 hópar/fyrirtæki framhaldsskólanemenda sem hafa lært að stofna fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni og er vörumessunni ætlað að vera þeim vettvangur til að sýna afrakstur sinn.

›› Meira

01. apríl 2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi - Markaðssetning á netinu

Gaman í alvörunni eru opnar vinnustofur og fyrirlestrar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir. Miðvikudaginn 15. apríl kl.16:00-17:30 verður markaðssetning á netinu tekin fyrir.  Frumkvöðlar og fyrirtæki nýta sér í auknu mæli Internetið til að markaðssetja vörur sínar og þjónustu.

›› Meira

19. mars 2015

Frábær árangur Orkubóndans 2 á Dalvík

Orkubóndinn 2 var haldinn á Dalvík í gær, þann 18. mars í Menningarhúsinu Berg á Dalvík. Á fundinn mættu um 70 manns og voru fundargestir sammála um það að námskeiðið hefði í senn verið áhugavert, gagnlegt og skemmtilegt.

›› Meira

18. mars 2015

Nýsköpunarmiðstöð óskar eftir verkefnastjóra á Djúpavogi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni sem getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi störf við verkefnastjórnun, atvinnuþróun og þjónustu við viðskiptavini. Starfsmaðurinn vinnur að verkefnum á landinu öllu en hefur starfsstöð á Djúpavogi og verður stór hluti verkefna unnin á Austurlandi.

›› Meira

17. mars 2015

Íslenski ferðaklasinn formlega stofnaður

Fjölmennur stofnfundur Íslenska ferðaklasans var haldinn fimmtudaginn 12.mars sl. á Hotel Reykjavik Natura. Íslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur aðila sem starfa á sviði ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum.

›› Meira

17. mars 2015

Orkubóndinn 2 haldinn á Dalvík

Námskeiðið Orkubóndinn 2 verður haldinn í Menningarhúsinu Berg á Dalvík, miðvikudaginn 18. mars (var áður 5. mars).  Námskeiðið er ætlað einstaklingum, fyrirtækjum, landeigendum og bændum sem vilja virkja bæjarlækinn í smáum en hagkvæmum stíl.

›› Meira

16. mars 2015

Opið fyrir umsóknir í Ræsingu í Fjallabyggð (1)

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló hótel, Sparisjóð Siglufjarðar, Vélfag, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu