Fréttir / 2015

02. mars 2015

Brautryðjandinn 2015 er frú Vigdís Finnbogadóttir

Brautryðjandinn, árleg viðurkenning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var veitt í þriðja sinn í dag á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Í íslenskri orðabók segir að brautryðjandi merki frumherja, forkólf, þann sem ryðji brautina eða vinni brautryðjendastarf.

›› Meira

28. febrúar 2015

Gaman í alvörunni - bókhald og skattur

Gaman í alvörunni eru opnar vinnustofur og fyrirlestrar sem Nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir á Frumkvöðlasetri Skapandi greina á Hlemmi. Miðvikudaginn 4. mars kl 16 - 17:30 mun KPMG fjalla um bókhald og skatta fyrir frumkvöðla.

›› Meira

16. febrúar 2015

Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2015

Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2015 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 26. febrúar og hefst með morgunverði og ljúfum tónum klukkan 08:00. Yfirskrift fundarins er "Verði ljós". Árið 2015 er alþjóðlegt ár ljóssins og tækni sem byggir á ljósi.

›› Meira

16. febrúar 2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi með Karolina Fund

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni á Hlemmi verður haldinn með óhefðbundnum hætti n.k. fimmtudag 19. febrúar milli kl. 17:00 og 19:00, en Nýsköpunarmiðstöð og Karolina Fund ætla að bjóða til viðburðar með léttu ívafi.

›› Meira

15. febrúar 2015

Nám fyrir verkstjóra og aðra millistjórnendur

Verkstjórasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands skipuleggja og bjóða nám fyrir verkstjóra og aðra millistjórnendur, alls um 50 stutta áfanga í fimm lotum. Námið er fjarnám og kennsla fer öll fram á netinu.

›› Meira

12. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í Ræsingu í Fjallabyggð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló hótel, Sparisjóð Siglufjarðar, Vélfag, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.

›› Meira

06. febrúar 2015

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf er keppni um tæknilausnir fyrir aldraða og fatlað fólk. Höfuðborgir Norðurlandanna fimm, Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Reykjavík, ásamt Nordic Innovation leita samstarfsaðila til að koma á nýrri tegund samstarfs og skipulagningu er varðar lausnir í velferðarþjónustu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu