Fréttir / 2015

06. febrúar 2015

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar (1)

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

›› Meira

05. febrúar 2015

Þjónar þitt fyrirtæki ferðamönnum?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir samstarfi við þrjú til fimm fyrirtæki til að taka þátt í 6-9 mánaða tilraunaverkefni, Einstök íslensk upplifun. Leitað er að fyrirtækjum sem vilja aðstoð við að greina sóknarfæri sín og auðga upplifun ferðamanna.

›› Meira

29. janúar 2015

Atvinnumál kvenna hefur opnað fyrir umsóknir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015. Styrkir þessir eru veittir af velferðarráðherra og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni.

›› Meira

23. janúar 2015

Beint streymi frá veitingu nýsköpunarverðlauna

Hægt er að horfa á beint streymi frá veitingu nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 sem haldin er í dag, 23. janúar 2015 frá klukkan 11:45 og 14:00 á Grand Hótel, Reykjavík.

›› Meira

13. janúar 2015

Iceland Innovation UnConference haldin í þriðja sinn

Iceland Innovation UnConference er nýsköpunarviðburður sem Landsbankinn heldur nú í þriðja sinn í samstarfi við Háskóla Íslands og MassTLC. Viðburðurinn er sannkallaður suðupottur frumkvöðla, háskólasamfélags og atvinnulífs.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu