Fréttir

17. nóvember 2015

Nýsköpunarmiðstöð Íslands skrifaði undir yfirlýsingu um loftlagsmál

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, skrifaði undir yfirlýsingu um loftlagsmál ásamt for­svars­mönnum 103 fyr­ir­tækja og stofn­ana sem komu saman í Höfða í gær. Með undirskriftinni hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öllum þessum fyrirtækjum og stofnunum skuldbundið sig til aðgerða til að draga úr los­un gróður­úsaloft­teg­unda.

›› Meira

13. nóvember 2015

Námstyrkir bandaríska sendiráðsins í Fab Academy (1)

Fab Academy er alþjóðlegt nám um stafræna hönnun, þróun og framleiðslutækni sem leitt er áfram af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT háskólanum í Boston .  Námið er staðbundið í Fab Lab smiðjum víðsvegar um heiminn og verður í boði hér á Íslandi við þær Fab Lab smiðjur sem starfræktar eru á landinu ( í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Sauðárkróki og Fjarðabyggð og svo bætist Höfn í Hornafirði við árið 2016).

›› Meira

12. nóvember 2015

Butler eykur öryggi sjálfstæðrar búsetu aldraðra

Nýsköpunarverkefnið Butler, kerfi sem hjálpar eldra fólki og fötluðum að búa lengur sjálfstætt við meira öryggi, er eitt af þremur íslenskum verkefnum sem voru valin til að taka þátt í keppninni The Nordic Independent Living Challenge, sem Nordic Innovation heldur.

›› Meira

10. nóvember 2015

Gaman í alvörunni - Skilvirkar og skemmtilegar örkynningar

Örkynningar, framkoma og tengslamyndun verður næsta umfjöllunarefni á vinnustofu í Gaman í alvörunni sem haldin verður fimmtudaginn 12. nóvember kl 16-18 á Setri skapandi greina við Hlemm. Lykilatriði fyrir frumkvöðla er að geta kynnt hugmyndir sínar, hvort sem um er að ræða á fjárfestingakynningum, í gleðskap og/eða á skipulögðum eða óvæntum fundi.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu